Ströndin

Baðströndin í Cabo Roig er lítil og notaleg og er í göngufæri og tekur um 12 - 15 mínútur að rölta á staðinn. Þar er hægt að finna eitthvað fyrir alla, t.d. er mjög vinsælt fyrir litla fólkið að moka í sandinum og búa til sandkastala. Fyrir aðra þá er hægt að leigja margskonar hjólabáta, sjóbretti og á ströndinni Jet-Ski leiga er fyrir þá allra hörðustu. Þar er einnig staðsett sportbátaleiga. Svo er líka bara hægt að slaka á og sleikja sólina í rólegheitunum.

Golf

Fjórir góðir golfvellir eru í nærsta nágrenni.  Það eru golfvellirnir Villamartin, Campoamor, Las Ramblas og Las Colinas og eru þeir í um 5 - 10 mínútna akstursfjarlægð. Þetta eru allt 18 holu vellir og algengt verð fyrir 9 holur er um 40€.

Verslun og þjónusta

Zenia Boulevard er stór verslunarmiðstöð með fjöldann allan af veitingastöðum, afþreyingu og auðvitað verslunum. Samtals eru um 150 verslanir í Zenia Boulevard þar má meðal annars nefna H&M, Primark, Zara, C&A, Vía di Milano (sem selur m.a. Armani, Dolce & Gabbana o.fl), Astoria (sem selur m.a. Hugo Boss, CK o.fl.). Um 5 mínútna akstur er í verslunarmiðstöðina.

Skemmtigarðar

Terra Natura Murcia er afþreyingagarður sem er mjög skemmtilegur fyrir alla fjölskylduna. Þar er flottur dýragarður, vatnsleikjagarður o.fl. þar sem fjölskyldan getur sprellað og skemmt sér saman. Þar er skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðaverð fyrir bæði vatns- og dýragarðinn eru frá €20 á mann (það er oft hægt að finna afsláttarmiða, e. coupons, í nærliggjandi verslunum, verslunarmiðstöðum eða veitingastöðum).

Benidorm

Hugmynd að skemmtilegri dagsferð gæti verið til Benidorm. Um 60 mínútur tekur að keyra til Benidorm og þar er margt hægt að gera. Meðal annars má nefna Terra Mitica skemmtigarðinn sem er örstutt frá Benidorm.  Þá eru alltaf flottar sýningar í Benidorm Palace.  Fjölmargir veitingastaðir bjóða upp á mjög flott tónlistaatriði.   

Share this page